Óttast ekki deilur um nafngift

0
120

Við munum ekki skorast undan því að finna gott nafn á nýja hraunið” sagði Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps í spjalli við 641.is í dag, í tilefni þess að líklegt er að það komi í hlut Mývetninga að gefa nýja hruninu nafn þar sem hraunið er innan stjórnsýslumarka Skútustaðahrepps.

 

Jón Óskar Pétursson
Jón Óskar Pétursson

 

Nýtt lagafrumvarp um örnefni er í meðförum hjá Alþingis með svohljóðandi ákvæði: „Ef nýtt náttúrufyrirbæri þarfnast nafns ber viðkomandi sveitarstjórn að hafa frumkvæði að nafngift að fenginni umsögn örnefnanefndar. Utan stjórnsýslumarka sveitarfélaga liggur frumkvæði að nafngift hjá ráðherra. Tillögu að nýju nafni ber að senda ráðherra til staðfestingar.“

 

 

 

Jón Óskar sagðist ekki óttast deilur meðal íbúa Skútustaðahrepps um þá nafngift sem verður valin, fari svo að lagaframuvarpið nái fram að ganga.

Holuhraun
Hvað á barnið að heita ?