Öskudagurinn á Laugum

0
362

Öskudagurinn var í dag og krakkar úr Þingeyjarskóla notuðu tækifærið að skóladegi loknum og gengu í fyrirtæki á Laugum, sungu fyrir starfsfólk og fengu nammi að launum.

Foreldrafélag Þingeyjarskóla stóð fyrir öskudagsskemmtun í íþróttahúsinu á Laugum þar sem krakkarnir fengu að slá köttinn úr tunnunni, sem var full af nammi.

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá öskudeginum.

Sjá má fleiri myndbönd á Facebooksíðu 641.is