Örsýning á Breiðumýri á laugardag

0
118

Laugardagskvöldið 23. nóvember kl. 20:00 verður smá leiksýning á Breiðumýri (c.a. 45 mín löng) á hluta af því sem iðkendur á leiklistarnámskeiði Eflingar hafa fengist við í haust.

Jenný Lára Arnórsdóttir
Jenný Lára Arnórsdóttir

Undanfarnar 3 vikur hefur staðið yfir leiklistarnámskeið á vegum Eflingar sem Jenný Lára Arnórsdóttir leikstjóri hefur stýrt og á laugardagskvöldið verður örsýning á hluta af því sem þar fór fram.

Allir eru velkomnir og það er enginn aðgangseyrir.

Efling.