Orkusalan gefur Þingeyjarsveit rafhleðslustöð

0
239

Fyrr í mánuðinum komu starfsmenn Orkusölunnar færandi hendi og gáfu sveitarfélaginu rafhleðslustöð. Starfsmenn fyrirtækisins hafa verið á ferðalagi um landið í þeim tilgangi að færa öllum sveitarfélögum eina slíka stöð. Frá þessu segir á vef Þingeyjarsveitar.

Starfsfólk Þingeyjarsveitar með hleðslustöðina

Þingeyjarsveit tekur gjöfinni fagnandi og stefnt er að því að koma henni upp á nýju ári.

Að sögn Jónasar Halldórs Friðrikssonar umsjónarmanns fasteigna og framkvæmda hjá Þingeyjarsveit, er ekki búið að ákveða hvar hleðslustöðinni verður komið fyrir.

Þingeyjarsveit.is