Orgel vígt í Þorgeirskirkju

0
176

Í dag sunnudag 10. nóvember var haldin orgelmessa í Þorgeirskirkju.

Á haustdögum tók sóknarnefnd Ljósavatnssóknar ákvörðun um að fjárfesta í orgeli sem verið hefur í Akureyrarkirkju. Í sóknarnefnd eru Kristín María Hreinsdóttir formaður, Þuríður Sveinsdóttir og Ingólfur Víðir Ingólfsson. Hjónin Ingvar Vagnsson og Aníta Þórarinsdóttir hafa nýlega tekið að sér að vera meðhjálparar, þau munu skipta með sér verkum, svona eftir því hvernig stendur á hverju sinni.

séra Bolli blessar orgelið
séra Bolli blessar orgelið

 

 

 

 

 

 

 

Nú var sem sé verið að vígja orgelið. Hljóðfærið var keypt fyrir peninga úr orgelsjóði sem ýmsir hafa gefið í, en Aðalgeir Kristjánsson frá Finnstöðum verið sérlega rausnalegur að gefa í sjóðinn í gegnum árin. Orgelið er smíðað af Björgvini Tómassyni árið 1988 og var hans fyrsta orgelsmíð. Orgelið er fimm radda, orgelpípurnar eru 288 og þar af eru 24 úr tré. Bolli talaði um fallegan og góðan hljóm í orgelinu og sagði í framhaldi af því að fallegasti hljómur veraldar væri samhljómurinn, og sagði  ” Orgelið nýhelgaða og tónlistin er aðeins einn hluti af þeim góða hljómi, síðan skal telja söfnuðinn, raddir hans og verk í þágu kirkju og kristni,  ekki má gleyma sjálfum boðskapnum um Guðs birtingu í syninum Kristi hér á jörð, vonina, trúna og kærleikann sem í honum býr”.   Kirkjukórinn var vel skipaður og góður,  Jónas Reynir Helgason söng einsöng.

Dagný Pétursdóttir organisti lék á orgelið
Dagný Pétursdóttir organisti lék á orgelið

 

 

 

 

 

 

 

Þuríður Sveinsdóttir las 150. Davíðssálm
Þuríður Sveinsdóttir las 150. Davíðssálm