Opnunarhátíð Vaðlaheiðarganga – Opið hús í gamla barnaskólanum Skógum í Fnjóskadal 12. janúar

0
318

Í tilefni opnunarhátíðar Vaðlaheiðarganga verður opið hús í Gamla barnaskólanum, Skógum, Fnjóskadal, við munna Vaðlaheiðargangna,  laugardaginn 12. janúar, klukkan 12.00 – 17.00.

Næg bílastæði, kaffi og kleinur í boði Vaðlaheiðargangna.

Gamli Bjarmasalurinn verður til sýnis, einnig gamlar ljósmyndir frá Bjarmasalnum, af Vaðlaheiðarveginum sem liðast í bugðum ofan frá Skógum, fróðleikur um barnaskólann, starfsemi hússins og fleira.