Í dag fór fram formleg opnunarhátíð PCC Bakki Silicon hf. vegna upphafs framkvæmda á Kísilmálmverksmiðu á Bakka við Húsavík. Dagskrá opnunarhátíðarinna hófst um kl 11:30 í ráðstefnusal Fosshótels Húsavíkur með því að Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri Norðurþings ávarpaði gesti.

Í máli hans kom fram að þetta væri merkisdagur og nú væru framkvæmdir loks að hefjast sem myndu hafa mikil og jákvæð áhrif fyrir íbúa Norðurþings og Þingeyjarsýslu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók undir með Kristjáni Þór og minnti á að atvinna í héraði væri mikilvæg og að þessar framkvæmdir sem nú standa yfir í Þingeyjarsýslu væri mikið framfaraskref fyrir Þingeyinga.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Dr. Hörður Árnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets fluttu einnig stuttar ræður við þetta tilefni.

Burkhard Dahmen, forstjóri SMS group GmbH, Stefan Eitel, forstjóri Metal and Mines, (KfW IPEX-Bank GmbH) og Dr.Peter Wenzel, forstjóri PCC BakkiSilicon hf héldu einnig suttar tölur um verkefnið og lýstu yfir ánægju sinni með að verkefnið væri komið á rekspöl þrátt fyrir magar hindranir í gegnum árin.
Um kl. 13:30 fór svo fram athöfn á Bakka þar sem klippt var á borða og iðnaðarsvæðið formlega opnað að viðstöddu fjölmenni. Bergur Elías Ágústsson hjá PCC flutti þar stutta tölu áður en klippt var á borðann.

Jarðvegsvinna er hafin á Bakka og síðar í þessum mánuði mun þurfa að sprengja til að losa um klöpp vegna framkvæmdanna. Gert er ráð fyrir því að sprengivinnan muni standa fram í febrúar á næsta ári.


