Opnun myndlistarsýningarinnar “Tíminn í vatninu” frestað til 26. nóvember

0
102

Fyrirhugaðri opnun myndlistarsýningar Guðlaugs Bjarnasonar „Tíminn í vatninu“ sem vera átti í Listasmiðjunni á Laugum laugardaginn 19. nóvember er frestað vegna veðurútlits til laugardagsins 26. nóvember kl. 15.

Sýningin er helguð Mývatnssveit þar sem Guðlaugur sýnir bæði ný olíumálverk ásamt eldri vatnslitamyndum frá Mývatnssveit máluðum á árunum 1975-2016. Við opnun 26. nóvember mun Gutti Guttesen blása sýninguna inn með trompetleik. Tónlistaratriði sem vera átti við opnun sýningarinnar færist til laugardagsins 3. desember kl. 16. Þar munu þær Margrét Hrafnsdóttir söngkona og Ave Sillaots harmonikuleikari flytja nokkur lög eftir Ingibjörgu Azimu við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur skáldkonu. Þar á meðal lagið “Dimmuborgir” sem var frumflutt við opnun sömu sýningar í Listhúsi Ófeigs núna í haust.

Sýningin mun standa til 11. desember í Listasmiðjunni og verður opin um helgar frá kl. 15-17 og á miðvikudögum frá kl. 18-20. Einnig er hægt að óska eftir opnun á öðrum tímum í síma 698-5161.