Opna Húsavíkurmótið í boccia

0
183

Opna Húsavíkurmótið í boccia 2013 verður haldið í Íþróttahöllinni á Húsavík sunnudaginn 17. febrúar  kl. 13 – 17. Þetta verður að venju laufléttur leikur fyrir alla. Keppt verður í 2 manna liðum. Mótið er fjáröflun fyrir hin fræknu Boccialið Völsungs. Lágmarks þátttökugjald er kr. 4000 á lið. Keppt verður um nýjan glæsilegan farandbikar frá Norðlenska, og fleiri vegleg verðlaun verða í boði.

Boccia-boltar
Boccia-boltar

Bocciadeildin og Kiwanisklúbburinn Skjálfandi hvetja  sem flesta til að láta sjá sig og njóta dagsins með okkur!
Minnum á að skráning þarf að berast fyrir kl. 14  föstudaginn 15. febrúar n.k. í síma 892 4133,  eða netfang:  egill@mannvit.is.

Í mótslok mun Kiwanisklúbburinn Skjálfandi veita húsvísku íþróttafólki viðurkenningar og  kjörinn verður “Íþróttamaður Húsavíkur” fyrir árið 2012.
Fjölmennum í höllina  sunnudaginn 17. febrúar n.k.!!
Bocciadeild Í.F.V.
Kiwanisklúbburinn Skjálfandi