Framhaldsskólinn á Laugum bauð gesti velkomna á opinn dag í íþróttahúsi skólans á sl. fimmtudag, sumardaginn fyrsta. Boðið var upp á kynning á námsframboði skólans, auk þess sem verkefni nemenda í einstökum áföngum voru til sýnis. Nemendafélag skólans, NFL, kynnti félagslífi nemenda og bauð gestum upp á kynnisferðir um húsakynni og heimavistir skólans.

Skólahljómsveitin Galilei hélt tvenna styrktartónleika á skrifstofu skólameistara í Gamla skóla. Ágóðinn af tónleikunum rann óskiptur til Styrktarsjóðs Umhyggju – félags til stuðnings langveikum börnum.
Ýmsir aðrir aðilar úr héraði tóku þátt í opna deginum, en Brunavarnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, Björgunarsveitir í Þingeyjarsveit, Kvenfélagasamband Suður-Þingeyinga, UMF Efling, Urðarbrunnur, Rauði krossinn Þingeyjarsýslu og Skákfélagið Huginn, kynntu starfsemi sína fyrir gestum. Meðfylgjandi myndir voru teknar á opna deginum sl. fimmtudag.




Hefðbundinn dagur á skrifstofu skólameistara #Laugaskóli
Posted by Kristinn Ingi Pétursson on 24. apríl 2015