Opið hús í Ramý 26. júlí kl. 15 – 17

0
358

Fimmtudaginn 26. júlí verður opið hús í Ramý – klukkan þrjú til fimm, í húsi Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn á SkútustöðumVísindamenn Ramý kynna rannsóknir sínar á lífríki sveitarinnar og sýna hvað þeir eru að fást við.

Í tilkynningu segir að allir séu hjartanlega velkomnir, jafnt börn sem fullorðnir. Kaffi á könnunni. Bílastæði við Skjólbrekku.

Hluti af vísindafólkinu sem taka á móti gestum í Ramý á fimmtudaginn