Opið hús í Litlulaugaskóla í dag – Flóamarkaður kökubasar og skemmtiatriði

0
101

Nemendur í 9. og 10. bekk Litlulaugadeildar Þingeyjarskóla standa fyrir opnu húsi í Litlulaugaskóla í dag, sunnudaginn 1. mars, frá klukkan 14:00 – 17:00.

Frá æfingu nemenda
Frá æfingu nemenda

Á dagskrá er:

Lifandi skemmtiatriði
Flóamarkaður
Spákona
Kökubasar
Kaffi og veitingasala


Opna húsið er hluti af fjáröflun fyrir skólaferðalag hópsins til Danmerkur í vor.

 

 

Allir eru velkomnir í Litlulaugaskóla í dag