Opið hús fyrir 60 ára og eldri.

0
248

Í dag var fyrsta opna húsið fyrir eldri borgara í Stórutjarnaskóla. Þessi opnu hús eru fyrir íbúa Þingeyjarsveitar sem eru 60 ára og eldri, þau eru til skiptis í Stórutjarnaskóla, Hafralækjarskóla og á Breiðumýri. Það voru 15 sem höfðu pantað sér mat í dag, sem er í boði kl.13.00. Þau nutu matarins og spjölluðu saman þar til fleiri komu um kl.14:00.

Það voru 24 sem spiluðu en 2 sátu og töluðu saman og við starfskonur. Helga Erlingsdóttir fyrrum oddviti gamla Ljósavatnshrepps kom í heimsókn, en hún er frumkvöðull og hugsjónakona, hún byrjaði með þessi opnu hús eldri borgara í Ljósvetningabúð fyrir um 20 árum síðan. Helga las upp sögu eftir föður sinn Erling Arnórsson fyrrverandi bónda á Þverá í Dalsmynni, sem hefði orðið 90 ára í dag.

Svanhildur Þorgilsdóttir í Hjarðarholti hefur starfað við opið hús í 20 ár, hennar starf hófst í gamla barnaskólanum í Skógum 1994, en veturinn 2004 til 2005 fluttist starfið alfarið í Stórutjarnaskóla. Svanildur var að láta af störfum nú í haust, Elfa Bryndís Kristjánsdóttir sem sér um málefni eldri borgara í Þingeyjarsveit, kom í dag og þakkaði Svönu fyrir gott og hlýlegt starf, færði henni smá þakklætisvott og svo var henni þakkað með þéttu lófaklappi af öllum viðstöddum. það er Ásta Hrönn Hersteinsdóttir sem tekur við af Svönu, Anna Sigríður Helgadóttir starfar einnig við opið hús og hefur gert í nokkur ár.

IMG_3903

 

 

 

 

 

 

IMG_3898

 

 

 

 

 

IMG_3906

 

 

 

 

 

 

 

IMG_3900

 

 

 

 

Elfa og Svana
Elfa og Svana