Opið bréf til næstu sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar

0
863

Samgönguráðherra boðar meira fé til vegamála og er það fagnaðarefni. Ég tel nauðsynlegustu framkvæmd í vegamálum sveitarfélagsins vera nýja brú á Skjálfandafljót við Fosshól. Ég skora á og ætlast til að sveitarstjórnarfólk berjist fyrir nýrri brú með öllum ráðum.

Svo eru þrjár aðrar einbreiðar brýr hér í nágreni, sem breikka þarf, Jökulsá á Fjöllum við Grímstaði, Skjálfandafljót við Ófeigsstaði og Kaldakvísl á Tjörnesi.

Tímaspursmál er hvenærstórslys verður á eða við brúna við Fosshól, og þá farast einhverjir tugir. þetta er einn hættulegasti staður á hringveginum.

Jónas á Lundarbrekku