Öllu innanlandsflugi Ernis aflýst

0
64

Flugfélagið Ernir hefur aflýst öllu flugi í dag. Fljúga átti til Vestmannaeyja, Bíldudals, Húsavíkur og Hafnar í Hornafirði en sökum vonsku veðurs hefur verið ákveðið að aflýsa öllu flugi í dag.

Copy (2) of Jetstream ErnirAir-004 (1)

Flug verður athugað strax snemma í fyrramálið og verða fraþegar látnir vita um leið og línur fara að skýrast en veðurútlit er ekki mjög gott fram eftir morgni hið minnsta.

Farþegum er bent á að fyljgast með nýjustu upplýsingum á síðu 424 í textavarpi.