Óli efstur á V-lista Vinstri-grænna og óháða í Norðurþingi

  0
  159

  V-listi Vinstri-grænna og óháðra í Norðurþingi hefur kynnt framboðslista til sveitarstjórnarkosninga árið 2018. V-listinn hefur verið leiðandi í sveitarstjórn Norðurþings á líðandi kjörtímabili. V-listinn hefur átt stóran þátt í þeim mikla viðsnúningi sem náðst hefur í rekstri Norðurþings og komið mikilvægum málum í framkvæmd á tímabilinu.  Listinn býður nú fram með bæði reyndu og nýju fólki sem kemur víða frá  hinu víðfema svæði Norðurþings.

  Óli Halldórsson, formaður byggðarráðs Norðurþings á líðandi kjörtímabili leiðir listann. Annað sæti listans skipar Kolbrún Ada Gunnarsdóttur kennari og deildarstjóri, Berglind Hauksdóttir leikskólakennari í þriðja sæti og Sif Jóhannesdóttir þjóðfræðingur og sveitarstjórnarmaður í fjórða sæti. Guðmundur H. Halldórsson málarameistari skipar fimmta sætið og Röðull Reyr Kárason þjónustufulltrúi sjötta sætið.

  V-listinn hefur nokkra sérstöðu meðal annarra framboða í Norðurþingi og víðar að því leyti að konur eru í afgerandi meirihluta á listanum. Auk þess að konur skipi þrjú af fjórum efstu sætunum þá eru þær 11 talsins á móti 7 körlum á listanum í heild. Með þessu vill V-listi Vinstri-grænna og óháðra sýna í verki að tími sé kominn til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnarmálum á Íslandi og draga fram þau áherslumál sem konum eru hugleikin í almannaþjónustu og forgangsröðun almennt.

  FJÖLSKYLDAN og UMHVERFIÐ eru megináherslumál V-listans í Norðurþingi árið 2018. Málefnaskrá listans verður kynnt á Húsavík laugardaginn 28. apríl í tilefni af heimsókn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

  V-listinn í Norðurþingi

  V- listi Vinstri græn og óháðir í Norðurþing fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 er eftirfarandi:

  1. Óli Halldórsson, ​​Forstöðumaður ​​​​Húsavík
  2. Kolbrún Ada Gunnarsdóttir ​Grunnskólakennari ​​​Húsavík​
  3. Berglind Hauksdóttir ​​Leikskólakennari​​​ Húsavík
  4. Sif Jóhannesdóttir ​​Þjóðfræðingur​​​​ Húsavík
  5. Guðmundur H. Halldórsson​ Málarameistari Húsavík
  6. Röðull Reyr Kárason ​​Þjónustufulltrúi ​​​​Húsavík
  7. Nanna Steina Höskuldsdóttir ​Verkefnastjóri og bóndi ​​​Raufarhöfn
  8. Stefán L. Rögnvaldsson ​Bóndi ​​​​​Öxarfirði
  9. Aldey Traustadóttir ​​Hjúkrunarfræðingur​​​Húsavík
  10. Guðrún Sædís Harðardóttir ​Grunnskólakennari ​​​Reykjahverfi
  11. Selmdís Þráinsdóttir ​​Ìþròtta-og heilsufræðingur ​​Húsavík
  12. Silja Rún Stefánsdóttir ​​Bústjóri ​​​​​Öxafirði
  13. Aðalbjörn Jóhannsson​ ​Verkamaður​​​​ Reykjahverfi
  14. Jóna Birna Óskarsdóttir ​Leikskólaleiðbeinandi ​​​Húsavík
  15. Aðalsteinn Örn Snæþórsson ​Lífræðingur ​​​​Kelduhverfi
  16. Sólveig Mikaelsdóttir ​​Sérkennsluráðgjafi ​​​Húsavík
  17. Trausti Aðalsteinsson ​​Afgreiðslustjóri ​​​​Húsavík
  18. Þórhildur Sigurðardóttir ​Kennari ​​​​​Húsavík