Nýtt stuðningsmannalag Magna á Grenivík – Myndband

0
784

Knattspyrnulið Magna á Grenivík tryggði sér sæti í Inkassodeildinni á næsta ári nú nýlega, en Magnamenn enduðu í öðru sæti 2. deildar eins og frægt er orðið.

Nú er búið að gefa út nýtt stuðningsmannamyndband fyrir Magna sem var frumsýnt nýlega.

Lag: Toggi Nolem og Heimir Bj Texti: Andrés Vilhjálms og Peddi Söngur: Andrés Vilhjálms, Peddi og Toggi Nolem Myndband leikstýrt af Andrési og Pedda Myndataka: Peddi og Birkir H Klipping: Peddi Leikendur: Liðsmenn Magna Grenivíkur 2017

Lagið heitir Magnaður Magnadans sem má skoða hér fyrir neðan.