Nýtt framboð í Skútustaðahreppi

0
135

Gengið hefur verið frá skipan fulltrúa á nýjan framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Skútustaðahreppi. Samkvæmt heimildum 641.is hefur listinn ekki enn hlotið nafn og ekki er búið að leggja lokahönd á málefnaskrá framboðsins.

Skjaldarmerki_Skutustadahrepps

 

Yngvi Ragnar Kristjánsson skipar efsta sæti listans. Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir annað sætið og Sigurður Böðvarsson þar þriðja.

 

 

 

Framboðslistann skipa eftirtaldir: 

1.           Yngvi Ragnar Kristjánsson Framkvæmdastjóri
2.           Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir Hálendisfulltrúi
3.           Sigurður Böðvarsson Bóndi
4.           Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir Framkvæmdastjóri
5.           Friðrik Jakobsson Framkvæmdastjóri/Bóndi
6.           Helgi Héðinsson Framkvæmdastjóri
7.           Elísabet Sigurðardóttir Móttökustjóri
8.          Arnheiður Rán Almarsdóttir Framkvæmdastjóri
9.          Anton Freyr Birgisson Nemi/Leiðsögumaður
10.        Böðvar Pétursson Bóndi/Starfsmaður Landsvirkjunnar

 

Ef ekkert annað framboð kemur fram fyrir 12. maí nk. verður þessi listi sjálfkjörinn í Skútustaðahreppi. 

Tveir listar buðu sig fram fyrir kosningarnar 2010, Gestalistinn og Mývatnslistinn. Mývatnslistinn hlaut afgerandi kosningu, 153 atkvæði og þrjá fulltrúa af fimm í hreppsnefnd. Gestalistinn fékk tvo fulltrúa með 91 atkvæði. 292 voru á kjörskrá. Samkvæmt heimildum 641.is er óvíst að Gestalistinn og Mývatnsslistinn bjóði fram aftur fyrir kosningarnar 31. maí nk.