Nýtt bílaplan við Þorgeirskirkju

0
330
3. nóvember

Framkvæmdir standa nú yfir við nýtt og stærra bílaplan við Þorgeirskirkju, það er Jarðverk ehf sem er með verkið, framkvæmdir ganga mjög vel og allt samkvæmt áætlun. Stutt var niður á fast og minna sem þurfti að keyra burtu af efni, en menn héldu. Vilhjálmur Jón (Brói) vonast til að klára planið um helgi 9.-10. nóv, ef Guð lofar. Fyrir veturinn verður lokið við að keyra burðarlagi og hægt að nota sem bílastæði í vetur, en með vorinu verður endanlegur frágangur á planinu með jöfnunarlagi.

við upphaf framkvæmda 18. október