Nýstofnað Félag starfsfólks í skólamötuneytum

0
280

Í lok október s.l. var haldið fræðsluþing í Stórutjarnaskóla ætlað starfsfólki í skólamötuneytum. Þar voru fluttir tveir mjög góðir fyrirlestrar, það voru þær Anna Rósa Magnúsdóttir Næringarrekstrarfræðingur og forstöðumaður eldhússins á FSA  og Borghildur Sigurbergsdóttir Næringarráðgjafi sem fræddu starfsfólk um rekstur stóreldhúsa, næringu almennt, mikilvægi þess að allir taki lýsi og jákvæðni gangvart hollum og góðum mat.

Anna Rósa Magnúsdóttir næringarekstrarfræðingur
Anna Rósa Magnúsdóttir næringarekstrarfræðingur

 

 

 

 

 

 

 

Sölumaður Ekrunnar Sigmar Benediktsson matreiðslumaður kynnti vörur sem Ekran selur og Sigurgeir Höskuldsson vöruþróunarstjóri og Magnús Sigurólason sölumaður, komu frá Norðlenska og kynntu nýjar og hollari framleiðsluvörur sem eru framleiddar sérstaklega með skóla í huga, og gáfu smakk.

Borghildur Sigurbergsdóttir næringarráðgjafi
Borghildur Sigurbergsdóttir næringarráðgjafi

 

 

 

 

 

 

 

 

Á Þingið mættu 24 starfmenn skólamötuneyta af norðvestur, norðurlandi og austfjörðum. Áveðið var að stofna félag sem er nú orðið að veruleika og heitir það, Félag starfsfólks í skólamötuneytum og er ætlað starfsfólki eldhúsa í öllum skólum landsins, alveg sama á hvað stigi skólinn er. Formaður er Aðalheiður Kjartansdóttir matráður í Stórutjarnaskóla, ritari er Hulda Einarsdóttir matráður í Síðuskóla á Akureyri, gjaldkeri er Jóna Halldóra Tryggvadóttir matráður í Grunnskóla Húnaþingsvestra, hún býr á Hvammstanga, meðstjórnendur eru Guðrún Ágústa Ágústsdóttir og Anna Arngrímsdóttir báðar í mötuneyti MA.

Alls gengu 24 í félagið á Þinginu. Markmið félagsins er að efla samvinnu og standa fyrir Fræðsluþingum á hverju hausti vítt og breitt um landið. Von félagsins er það eigi eftir að stækka og dafna.

Mikil ánægja var með Þingið og var greinilegt á fólki að það hafði þörf fyrir að hitta aðra í sama geira, hafði um margt að spyrja og spjalla, því það er alveg sama hver grunnmenntunin er, alltaf lærir fólk eitthvað nýtt. Verkalýðsfélagið Framsýn styrkti framtakið og Stórutjarnaskóli lagði til húsnæði og búnað.

Allir sem þetta lesa og hafa áhuga á að ganga í félagið geta sent tölvupóst á heida@storutjarnaskól.is