Nýr umsjónaraðili

0
863

Ágætu lesendur.

Eins og þið vitið þá stofnaði Hermann Aðalsteinsson vefinn, 641.is, og rak í 11 ár. Vefurinn hefur þjónað ákveðnu hlutverki hér innan sveitar, bæði til að sinna áhugaverðu efni og til að fjalla um það sem brennur á íbúum.  Svo varð Hermann þreyttur.

Ég hef vonað,  eins og fleiri, að Hermann yrði úthvíldur. Það gekk eitthvað hægt svo ég hringdi í hann um daginn til að athuga hvort hann vildi samstarfsaðila við vefinn. Það samtal endaði talsvert öðruvísi en ég ætlaði því allt í einu var ég tekin við. Mér er það bæði ljúft og skylt því mér þætti ákaflega leitt að sjá miðilinn hverfa. Hins vegar þigg ég alla þá aðstoð sem ég get fengið. Mér þætti afskaplega vænt um ef fólk sendi mér ábendingar um áhugavert efni, fréttatilkynningar eða greinar. Meðhöfundar eru svo sannarlega velkomnir.

Með von um gott samstarf,

Ásta Svavarsdóttir, Hálsi Kaldakinn.

GSM: 864-4336 Póstfang: astasv641@gmail.com