Nýr starfsmaður hjá Þingeyjarsveit

0
801

Hermann Pétursson hóf störf sem umjónarmaður hjá Þingeyjarsveit í gær, 4. mars. Um er að ræða tímabundna ráðningu fram á haust. Frá þessu segir á vef Þingeyjarsveitar.

Hermann hefur starfað á gámavelli sveitarfélagsins og mun gera það áfram ásamt því að hafa umsjón með ýmsum verkefnum á vegum sveitarfélagsins. Um er að ræða umsjón með snjómokstri, sorpmálum, girðingaeftirliti, áhaldahúsi, veitum, eignum og tækjum, framkvæmdum o.fl

Þingeyjarsveit.is