Nýr búnaðarlagasamningur og búvörusamningar framlengdir

0
89

Í nýjum búnaðarlagasamningi eru staðfest framlög til leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði, til búffjárræktar og jarðræktar, til lífrænnar ræktunar og Framleiðnisjóðs sem má segja að sé endurreistur í nýjum samningi. Heildarupphæð samningsins fyrir árið 2013 nemur 558,5 milljónum króna.

Nýr búnaðarlagasamningur er að mörgu leyti áþekkur fyrri samningum en þó eru þar ýmsar breytingar. M.a. er sérstök áhersla lögð á eflingu kornræktar og þá er tekið tillit til uppstokkunar og endurskipulagningar á leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði sem stendur fyrir dyrum.

 

 

Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, sagði við undirritunina að þessir samningar teldust til verulegra tíðinda fyrir bændur og að þeir mörkuðu sókn landbúnaðar á nýjan leik eftir mögur ár eftir Hrun. Hann þakkaði fjármálaráðherra og atvinnuvegaráðherra fyrir þeirra þátt í að gera þetta samkomulag við bændur og samtök þeirra. Næstu skref væru að samningarnir færu til kynningar og atkvæðagreiðslu meðal bænda. (bbl.is)

Sjá nánar hér