Nýja hraunið er orðið 84,1 km² að stærð

0
202

Vel sást til jarðeldanna í Holuhrauni á vefmyndavélum í morgun. Stærsti skjálftinn í Bárðarbungu frá hádegi í gær mældist  4,4 að stærð kl. 00:22 í nótt og átti hann upptök við suðurjaðar öskjunnar. Fimm aðrir skjálftar voru yfir 4 að stærð.  Alls mældust á þriðja tug skjálfta í Bárðarbungu. Fáeinir skjálftar voru í kvikuganginum og allir minni en 2 stig. Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar í morgun.

Holuhraun 10. janúar. Mynd: Jarðvísindastofnun
Nornahraun 10. janúar. Mynd: Jarðvísindastofnun

Yfirlitskortið hér að ofan er gert 10. janúar 2015 sem sýnir breytingar á nýju ári. Hraunið er orðið 84,1 km² (83,7 km² + 0,4 km²). Það hefur nú runnið yfir Dyngjufjallaleið og er komið upp á Þorvaldshraun.

Kortið er Stækkanlegt.

Á fundi vísindaráðs Alammavarna frá 9. janúar segir að litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu í Holuhrauni síðustu vikurnar. Svipaður gangur virðist vera í eldgosinu og verið hefur undanfarið.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er enn öflug, en heldur hefur þó dregið úr henni. vedur.is