Nýársmót Völsungs í blaki

0
76

Nýársmót Völsungs í blaki fer fram í Íþróttahöllinni á Húsavík föstudaginn 11. janúar og laugardaginn 12. janúar 2013.
Aldrei hefur meiri fjöldi liða skráð sig til leiks en alls taka 33 lið þátt, 8 lið í karlaflokki og 25 kvennalið. Þar af koma 8 lið úr röðum Völsungs, 2 frá Dalalæðum í Reykjadal, 2 lið frá Laugum, lið úr Mývatnssveit og frá Kópaskeri auk liða allt frá Siglufirði til Egilsstaða.

Mynd: Úr viðureign Snartar (frá Kópaskeri) og Hrynunnar (frá Siglufirði) frá því á Dalvík í október.
Mynd: Úr viðureign Snartar (frá Kópaskeri) og Hrynunnar (frá Siglufirði) frá því á Dalvík í október.

Spilað verður á föstudagskvöldi frá kl. 20:30 – 21:30 en mótið hefst aftur á laugardegi kl. 08:00 og síðustu leikir eru áætlaðir um kl. 19:00
Allir velkomnir í Íþróttahöllinna til að fylgjast með skemmtilegum leikjum og miklum tilþrifum. Einnig er hægt að fylgjast með stöðu leikja á vefsíðunni www.blak.is.