Ný vetraráætlun Strætó – Keyrt verður um Aðaldal og Reykjadal í stað Kinnar

0
223

Ný vetraráætlun Strætó tekur gildi 28. ágúst nk. Helsta breytingin á leið 79. sem liggur á milli Akureyrar og Húsavíkur, er sú að ekið verður um Aðaldal og Reykjadal í stað Kinnar og bætast stoppistöðvarnar Fosshóll/Goðafoss og Laugar/Einarsstaðir við aksturleiðina.

Akstursleiðir Strætó
Akstursleiðir Strætó

Leið 79. Akureyri – Húsavík (tímatafla)

• Enginn akstur á laugardögum.
• Ekið um Aðaldal í stað Köldukinnar, stoppistöðvarnar Fosshóll/Goðafoss og Laugar/EInarsstaðir bætast við.
• Ferð frá Húsavík á virkum dögum færist til kl. 12:30 (áður 10:30).
• Brottför frá Húsavík til Akureyrar á virkum dögum verður kl. 6:24 (áður 6:30) og kl. 16:07 (áður 16:25).
• Brottför frá Þórshöfn til Húsavíkur verður kl. 13:19 (áður 13:37).
• Brottför frá Akureyri til Húsavíkur á virkum dögum verður kl. 8:21 (áður 8:27), kl. 14:37 (áður 15:00) og kl. 17:37 (áður 18:12).
• Brottför frá Húsavík til Akureyrar á sunnudögum verður kl. 7:34 (áður 7:40)
• Brottför frá Akureyri til Húsavíkur á sunnudögum verður kl. 9:21 (áður 9:27).

Leið 56. Akureyri – Egilsstaðir (Tímatafla)

• Ekur mánudaga, þriðjudaga, föstudaga og sunnudaga milli Akureyrar og Egilsstaða.

Strætó.is