Ný túrbína prufukeyrð

0
377

Þeir Árteigsbræður Eiður og Arngrímur Jónssynir eru fyrir löngu orðnir landsþekktir fyrir hönnun og smíði á vatnstúrbínum fyrir stórar sem smáar heimarafstöðvar. Ein slík var prufukeyrð í dag á vélaverkstæðinu í Árteigi, en hún verður sett niður í Stórutunguvirkjun í Bárðardal, eftir páska.

Túrbínan á Vélaverkstæðinu í Árteigi.
Túrbínan á Vélaverkstæðinu í Árteigi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Túrbína þessi skilar 80 kílówöttum og á að fullnægja orkuþörf Víðikers og Stórutungu bæjanna, auk nokkurra sumarbústaða þar í grennd. Eins og sjá má að meðfylgjandi mynd er túrbínan nokkuð stór um sig og á bak við hana er rafall.

Að sögn Eiðs hafa þeir bræður nóg að gera á vélaverkstæðinu því fyrirliggjandi eru smíðar á þremur túrbínum á næstunni, en þær eru þó nokkru minni en þessi. Til stendur að virkja á bænum Þverá í Öxnadal og svo á einum bæ í Jökuldal og á öðrum við Djúpavog.

Hér fyrir neðan má skoða videó af prufukeyrslunni.