Ný símaskrá kom út í dag.

0
523

Ný símaskrá fyrir 2012/2013 kom út í dag. Símaskráin í ár er helguð sjálfboðaliðum björgunarsveita Landsbjargar. Símaskráin 2013 sækir innblástur í sjálfboðaliðastarf Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og minnir á þau verðmæti sem íslenskt samfélag á í þeim 18.000 konum og körlum sem helga starfi Slysavarnafélagsins Landsbjargar frítíma sinn og eru ávallt reiðubúin til hjálpar þegar á þarf að halda.

Nýja símaskráin
Nýja símaskráin

Á kápu Símaskrárinnar 2013 eru prentaðar þakkarkveðjur frá almenningi.

Á innsíðum Símaskrárinnar 2013 er síðan að finna þrjár reynslusögur, sem valdar voru af dómnefnd og þóttu lýsa mikilvægi starfs Landsbjargar. Þar segja sögumenn reynslu sína af því að þiggja aðstoð björgunarsveitanna við björgun úr háska. Höfundar reynslusagnanna hlutu peningaverðlaun sem renna
óskert til björgunarsveita að þeirra eigin vali. Einnig eru í Símaskránni birtar ljósmyndir af sjálfboðaliðum Landsbjargar við ýmis störf, ásamt heilræðum um slysavarnir og hagnýtum upplýsingum um öryggismál, ferðamennsku og útivist og starf björgunarsveitanna.

Íbúar í Þingeyjarsveit og nágrenni geta nálgast nýju símaskrána í afgreiðslu Póstsins við Garðarsbraut 70 Húsavík, í Kjarnanum Laugum, við Helluhraun 3 á Mývatni, Bakkagötu 8-10 Kópaskeri, Aðalbraut 2 Raufarhöfn og við Fjarðarveg 5 Þórshöfn. Þangað má einnig skila gömlum símaskrám til endurvinnslu.

Fréttatilkynning.