Ný salernisaðstaða við Hverfjall opnuð í dag – Gjaldfrjáls til að byrja með

0
284

Ný salerni Umhverfisstofnunar við Hverfjall í Mývatnssveit verða tekin í notkun í dag, föstudag. Salernin verða opin daglega frá 8:30 til 22:00 og gjaldfrjáls eins og stendur en gjaldtöku verður komið á síðar á árinu. Frá þessu segir á facebooksíðu Friðlýstra svæða í Mývatnssveit í dag.

Mynd af facebooksíðu Friðlýstra svæði í Mývatnssveit
Mynd af facebooksíðu Friðlýstra svæði í Mývatnssveit

Salernisaðstaðan mun svara brýnni þörf á svæðinu fyrir þjónustu sem þessa. Salernin eru tengd öflugu skólphreinsivirki sem er ætlað að skila afrennsli eins hreinu og kostur er út í umhverfið.

 

Að sögn Davíðs Örvars Hanssonar sérfræðings hjá Umhverfisstofnun mun kosta 200 kr. að nota salernisaðstöðuna þegar þar að kemur.

 

Í nýju aðstöðunni eru fimm kvennasalerni og tvö karla auk, hlandskála. Sérstakt salerni fyrir fatlaða er líka á staðnum sem verið er að klára þessa daganna.