Ný bók eftir Elí Freysson

0
247

Út er komin fjórða bók Elí Freyssonar Kistan. Þetta er sjálfstætt framhald bókanna Meistari hinna blindu, Ógnarmáni og Kallið. Sagan gerist öll í sundraðri velöld þar sem mannkynið er umsetið illum öflum, en þar eru líka sterkir einstaklingar með yfirnáttúrulegan skynjun og krafta. Mismunandi persónur eru í forgrunni í hverri bók og því þarf ekki að vera búið að lesa fyrri bækur. Útgáfuteiti verður í Pennanum á Akureyri laugardaginn 19. júlí milli kl. 14:00 og 15:00. Bókin mun fást til að byrja með í Pennanum og Nettó. Bókin er í kiljuformi og því tilvalin í útileguna og ferðalagið.

Kistan-front-only