Nú liggur leiðin í Laugar á sumardaginn fyrsta

0
99

Á sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 21. apríl, verður opið hús í íþróttahúsinu á Laugum frá kl. 14-17 þar sem Framhaldsskólinn á Laugum sýnir ýmsar hliðar skólastarfsins sem og gamla muni. Jafnframt verða kynnisferðir um húsnæði og heimavistir skólans. Kaffihúsastemning með tónlist í boði nemenda verður ríkjandi og gestum boðið upp á kaffi og meðlæti sér að kostnaðarlausu á milli þess sem þeir rölta, skoða og taka þátt deginum.

Laugar sumardfyrst2016-web640

Ýmis félagasamtök úr nærsamfélaginu s.s. HSÞ, Búnaðarsamband S-Þingeyinga og Seigla kynna starfsemi sína. Brunavarnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, Hjálparsveitirnar og Rauði krossinn mæta með ýmis tæki og tól og opið verður í gamla Húsmæðraskólanum hjá Kvenfélagasambandi Suður-Þingeyinga. Ókeypis verður í sundlaugina á Laugum þennan dag frá kl. 14-18 í boði Þingeyjarsveitar og undir yngstu kynslóðinni verður teymt á Safarihestum.

Fögnum saman sumri á Laugum!

Nemendur og starfsfólk Framhaldsskólans á Laugum. Laugar.is