
Mikið assgoti er leiðinlegt úti, þoka og rigning. Ekki veður sem passar við Akureyri. Nú var ég i forsjáll keypti í Bónus mat til fleiri vikna en reyndar er það svo að alltaf vantar eitthvað. Blessuð hreingerningarkonan kom og náði mér í rúminu eða þannig. Ég var búinn að gera allt svo hreint og gott samkvæmt mínum smekk sem er bara svona í meðallagi þannig að hún hafði ekkert að gera, þvoði samt gólfin eins og venjulega ímynduð óhreinindi. Ég vildi útvíkka starfssvið hennar, bæta við skápum að innan og eldavél. Ég er hættur að þora að nota hana, því vélin býr yfir sprengiefni sem kallast fita. Og nú einmitt þegar í garð gengur leiðinlegasti tími hvers árs, haustið- hvorki sumar eða vetur bara eitthvert veður, það sem vantar er eldur , eldgos hefur róandi áhrif á tíðarfarið. T.d. Fimmvörðuháls gosið, alltaf gott veður var þá á Hlíðskógum, bjarminn lýsti upp og var bara til skemmtunar , en myndavélin mín neitaði að taka myndir af eldi . Við skulum bara vona að ekki gjósi úr Þorbirninum, það yrði svipað eins og Vestmannaeyjar- gosið varð, allir urðu að flýja, þannig yrði á Reykjanesinu. Vatnajökulsgos er mjög langt frá byggð, mér er spurn hefur nokkurn tímann orðið alvörugos í /úr Vatnajökli en hann er bara alltaf viðbúin/ tilbúinn? Man að það var mikill viðbúnaður og haldnir almannavarnar-fundir… ég fór hvergi , en fékk hringingu frá Lögreglunni í Víkinni með húsin eins og var við Landnám. Blessaður maðurinn sagði mér að Hlíðskógabær væri í hættu. Ég kom honum í skilning um þá staðreynd að Valley er tveim metrum lægri móts við Hlíðskógabæ og oft hefði komið fyrir að jakahlaup, sem hefðu farið uppá Eyrina en vatnið runnið austur yfir Valley. Já t.d. eitt sinn stöðvaðist jakahlaup í Fljótinu austan Valleyjar og allt vatnið rann í Vallakvísl. Nú getur þetta ekki gerst v.varnargarðsins sunnan mynni Vallakvíslar, já garðurinn sem er mikið mannvirki hefur sannað gildi sitt, auk þess myndast hrygningar og veiðistaður sunnan garðs, sem er í Stóruvallalandi. Stundun gerir maður gagn.
Ritað í rigningunni nýverið,
Jón Hermann Aðalsteinsson.