Norðurþing – Friðrik segir af sér sem bæjarfulltrúi

0
114

Friðrik Sigurðsson, oddviti D-lista Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Norðurþings og forseti bæjarstjórnar, hefur sagt af sér sem bæjarfulltrúi og hyggst hætta störfum fyrir bæjarstjórn.

Friðrik Sigurðsson
Friðrik Sigurðsson

 

Rúv.is greinir frá þessu í dag en þar segir Friðrik þessa ákvörðun eingöngu tekna af persónulegum ástæðum.

Fjölskylduaðstæður ráði því að hann sé að flytja til Akureyrar ásamt fjölskyldu sinni. Enginn ágreiningur um hans störf hafi verið innan listans.

Lesa nánar frétt Rúv.is