Norðurljósarannsóknarstöð á Kárhóli ?

0
208

Kínverska heimskautastofnunin í Shanghai hefur átt í viðræðum við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Eyjafjarðar og Arctic Portal um að félögin sameinist um að kaupa jörðina Kárhól í Reykjadal í Þingeyjarsveit og leigja hana heimskautastofnuninni. Þar verði stundaðar norðurljósarannsóknir og byggð upp 400 fermetra alþjóðleg rannsóknarstöð og gestastofa, sem yrði jafnframt opin ferðafólki. Halldór Jóhannsson hjá Arctic Portal sagði í spjalli við 641.is segir að jörðin Kárhóll í Reykjadal sé vel staðsett fyrir slíkar rannsóknir.

Kárhóll í Reykjadal
Kárhóll í Reykjadal

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verði af þessum kaupum skapast væntanlega einhver störf fyrir heimafólk við uppbygginguna á Kárhóli. Mikil aukning hefur verið á komum ferðamanna í Þingeyjarsýslu í vetur, einmitt til þess að sjá norðurljósin. Rannsóknarstöðin og gestastofan á Kárhóli yrði því kærkomin viðbót í annars ferkar snauða afþreyingu fyrir ferðamenn í Reykjadal.

Að sögn Halldórs Jóhannsonar hefur verið rætt um að Háskóli Íslands og Veðurstofan taki einnig þátt í verkefninu, auk Háskólans á Akureyri. Upphaflega stóð til að rannsóknarstöðin hefði starfsemi strax í haust, en innanríksráðherra þarf að leggja blessun sína yfir þetta, þar sem um Kínverska aðila er að ræða.

641.is bar þessi áform undir nokkra sveitarstjórnarfulltrúa í Þingeyjarsveit í dag og könnuðust þeir ekki við að hafa heyrt af þeim fyrr og höfðu því lítið sem ekkert um þau að segja.