Norðurljós við Goðafoss

0
480

Vel hefur sést til norðurljósa að undanförnu og margar góðar myndir hafa verið teknar af þeim. Einar Guðmann ljósmyndari á Akureyri tók eina slíka við Goðafoss rétt fyrir miðnætti í gær sem 641.is fékk leyfi til þess að birta. Goðafoss er alltaf fallegur en bakgrunnurinn var einstakur í gærkvöld.

Goðafoss um miðnætti. Mynd: Einar Guðmann
Goðafoss um miðnætti. Mynd: Einar Guðmann. (Smella á mynd til að skoða stóra útgáfu)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá fleiri myndir sem teknar voru við Goðafoss á vef Einars.