Norðlenska: Sláturtíð frestast eitthvað

0
316

Í samtali við Sigmund Hreiðarsson, framleiðslustjóra Norðlenska á Húsavík, í dag kom fram að óhjákvæmilegt er að fresta sláturtíð um ca. viku. Ógerningur hefur verið undanfarin ár að manna aðeins með Íslendingum og hafa flest sláturhús þurft að reiða sig á erlent vinnuafl. Norðlenska á Húsavík á von á 80-100 manns í vinnu sem áætlað er að komi til landsins 29. ágúst verði landamæri enn opin. Engum verður hleypt inn í húsið fyrr en seinni Covid-19 skimun hefur farið fram og staðfest að enginn beri með sér smit. Þar sem u.þ.b. 4-5 dagar eru á milli fyrri og seinni skimunar tefst sláturtíðin sem því nemur. Verði landamæri lokuð er erfitt að segja til um tímasetningar.

Verðskrá til bænda liggur ekki enn fyrir.