Norðlenska kaupir Rækjuhúsið

0
53

Í dag var gengið frá kaupum Norðlenska á Rækjuhúsinu svokallaða af Vísi hf. á Húsavík, en fyrirtækið hefur leigt það undanfarin ár. Frá þessu er sagt á 640.is

Rækjuverksmiðjan. Mynd: 640.is
Rækjuverksmiðjan. Mynd: 640.is

“Þetta styrkir starfssemi Norðlenska á svæðinu en við munum verða áfram með þá starfssemi sem hefur verið í sláturtíðinni ásamt því að huga að frekari nýtingu á húsnæðinu”. Sagði Sigmundur Hreiðarsson vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík í samtali við 640.is