Norðlenska hækkar meðalverð til bænda um rúm 15%

0
616

Norðlenska birti verðskrá fyrir komandi sauðfjársláturtíð í morgun. Meðalverð til innleggjenda hækkar um rúm 15% frá árinu 2018, sé tekið mið af raun innleggi til félagsins árið 2018. Verðskrána má skoða með því að smella hér.  

Á vef Norðlenska segir að verðskráin er talsvert breytt frá fyrra ári og er það mat fyrirtækisins að hún endurspegli enn betur raunvirði gerðar og fituflokka en verðskrá síðasta árs. Þar segir einni að stefna Norðlenska sé sú að þoka verðskrám í átt að hlutfallslegu raunvirði innleggs fyrir sölu og vinnslu og er þessi breyting liður í því.  Félagið hvetur bændur til að kynna sér verðskrána með þetta í huga.

Lágmarksverð sauðfjár haustið 2019 útgefið 11. júlí 2019
Lágmarksverð sauðfjár annarsvegar fyrir félaga í Búsæld og hinsvegar aðila utan félags eru í töflum að neðan. Uppbætur verða greiddar ef afkoma af sölu afurða leyfir.
Greitt verður fyrir innlegg í ágúst og september hinn 9. október og október innlegg hinn 8. nóvember. Gert er ráð fyrir að dilkar sem eru undir 11 kg og falla í DO1 og DP1 verði ekki keyptir og fari í heimtöku til innleggjenda.

Nánara fyrirkomulag sláturtíðar, heimtöku og flutninga verður kynnt er nær dregur sláturtíð. Ekki verður um þjónustuslátranir utan sláturtíðar að ræða.
Í viku 35 er um að ræða forslátrun og eru bændur sem hafa áhuga á að slátra þá hvattir til að hafa samband sem fyrst því um takmarkaða slátrun er að ræða.