Norðlenska greiðir arð og uppbót vegna ársins 2013

0
53

Stjórn Norðlenska hefur ákveðið að greiða innleggjendum og eigendum arð og uppbótargreiðslu vegna ársins 2013. Eigendafélag Norðlenska, Búsæld, fær greiddar 15 milljónir króna í arðgreiðslu.  Einnig verður greidd uppbótargreiðsla til innleggjenda Norðlenska vegna innleggs á dilkum, nautgripum og svínum á síðastliðnu ári.

Norðlenska

 

21 milljón greiðist hlutfallslega á allt innlegg en gengið verður frá greiðslunni þann 5.Júní næstkomandi.

 

 

Norðlenska greiðir  því samtals 36 milljónir í arð og uppbót til eigenda sinna eða um 26%  af hagnaði ársins 2013. Norðlenska.is