Norðlenska birtir verðskrá fyrir sauðfjárafurðir – Um 35% verðlækkun frá fyrra ári

Frestun á innleggsgreiðslum til bænda

0
808

Norðlenska hefur gefið út verðskrá fyrir sauðfjárinnlegg 2017 sem finna má hér. Grunnverð fyrir flokk R2 lækkar í 343 krónur en var 528 krónur árið 2016. Það gerir um 35% lækkun frá því 2016.

Breytingar verða gerðar á greiðslu á innleggi en greitt verður fyrir innlegg í ágúst og september hinn 9. október og október innlegg hinn 9. nóvember, í stað vikulegs uppgjörs eins og verið hefur.

Kjöt sem fer í flokka DO1 og DP1 og er undir 12 kg að þyngd er ekki keypt og fer í heimtöku. Félagsmenn í Búsæld fá greitt 1,5% álag á innlegg, greitt í nóvember.

Verðskrá heimtöku og frekari upplýsingar um komandi sláturtíð auk eyðublaða fyrir afhendingu sauðfjár verða í fréttabréfi sem sent verður innleggjendum von bráðar.

Verðskrána 2017 má sjá hér fyrir neðan og verðskrá frá 2016 þar fyrir neðan

Verðskrá Norðlenska 2017

 

 

Verðskrá Norðlenska 2016