Norðlenska birtir lágmarksverð sauðfjár fyrir haustið 2018

Uppbætur verða greiddar ef afkoma af sölu afurða leyfir

0
588

Norðlenska birti í gær lágmarksverð fyrir sauðfjárafurðir haustið 2018 á vef sínum. Þar segir m.a. að uppbætur verða greiddar ef afkoma af sölu afurða leyfir. Greitt verður fyrir innlegg í ágúst og september hinn 9. október og október innlegg hinn 9. nóvember. Dilkar sem eru undir 11 kg og falla í DO1 og DP1 eru ekki keyptir og fara í heimtöku til innleggjenda.

Í viku 35 er um að ræða forslátrun og eru bændur sem hafa áhuga á að slátra þá hvattir til að hafa samband sem fyrst því um takmarkaða slátrun er að ræða. Ekki verður um þjónustuslátranir utan sláturtíðar að ræða.

Nánara fyrirkomulag sláturtíðar, heimtöku og flutninga verður kynnt er nær dregur sláturtíð, segir á vef Norðlenska.

 

Til samanburðar má skoða verðskrána frá 2017 hér fyrir neðan.

Sjá nánar á vef Norðlenska