Norðlenska – 16,43 kg meðalþyngd

Meira slátrað af fullorðnu fé en í fyrra

0
561

Sauðfjárslátrun lauk í dag hjá Norðlenska á Húsavík. Alls var 95.512 kindum slátrað í ár sem er það mesta sem slátrað hefur verið í sögu sláturhússins og er 4.175 kindum meira en fyrra met, sem sett var í fyrra.

87.210 dilkum var slátrað og var meðalþyngdin 16,43 kg sem er 0,48 kg lægra en árið 2016. Slátrun á fullorðnu fé var nokkuð meiri en í fyrra en 8.302 fullorðnum kindum var slátrað í ár sem er 1.583 kindum meira en í fyrra.

“Ég vil þakka bændum, starfsfólki, tengiliðum okkar í sveitum og þeim verktökum sem hafa komið að þessu með okkur fyrir gott samtarf og í mínum huga gengur svona verkefni eins og sláturtíð aldrei nema samstarfið sé gott í allar áttir”, sagði Sigmundur Hreiðarsson stöðvarstjóri Norðlenska á Húsavík í spjalli við 641.is í dag. (Slátrun 2016)

Benedikt Hrófur Jónsson Auðnum Laxárdal og Íris Edda Jónsdóttir Lyngási Kelduhverfi í sauðfjárrétt Norðlenska
Ari Teisson Hrísum Reykjadal, Halldór Sigurðsson réttastjóri, Sandhólum og Snorri Kristjánsson Stafni í Reykjadal