Nóg mjólk í Þingeyjarsveit

0
429

Eins og áður hefur komið fram mjólkuðu kýrnar á Stóru-Tjörnum næst mest yfir allt landið s.l. ár, eða að meðaltali 7.524 kg. á kú. Fréttaritari leit við hjá Laufeyju Skúladóttur og Ásvaldi Þormóðssyni til að forvitnast um þennan góða árangur. Þetta er nú mest ræktuninni að þakka segir Ási “þetta hefur verið stigvaxandi í mörg mörg ár. En þó gerðum við miklar breytingar 2008 byggðum nýtt lausagöngufjós og tókum í notkun De Lavel mjaltaþjón og weelink fóðurkerfi. Mjaltaþjónninn mjólkar hverja kú að meðaltali 3 sinnum á sólarhring. Þetta weelink fóðurkerfi er þannig að við keyrum inn nokkrar rúllur í einu, inná fóðurgang með hliðargrindum, svo eru rafdrifnir mótorar sem ýta hliðargrindunum að heyinu, jafn óðum og kýrnar éta, þannig geta þær étið þegar þær vilja”. Þau leggja mikið uppúr góðri þurrheysverkun og samkvæmt búreikningum 2013 gáfu þau að meðaltali hverri kú 1.700 kg. af kjarnfóðri. Þau hafa alltaf valið það naut sem þau telja best fyrir hverja kú, og leggja sig fram um að vanda valið. Fréttaritari veit að þau leggja sig fram um að láta kúnum líða vel, að öll umhirða og fóðrun kúnna er eins og best verður á kosið,  Ási segist æfinlega fara út í fjós á kvöldin “svona um tíu leytið bara til að fullvissa mig um að allt sé í góðu lagi”. Þau nota ekki sag undir kýrnar eins og margir gera, heldur hafa þau valið að fara frekar út og hreinsa legubásana oftar.

Á sumrin ganga kýrnar við opið fjós yfir daginn eða frá svona 9:00 til 20:00 en eru hafðar inni á nóttunni. Til gamans má geta þess að núna er naut frá þeirra ræktun, Laufás nr.08003, að koma inn sem reynt naut, inní sæðingarstöðina með mjög hátt kynbótamat. Laufey og Ási vilja þó geta þess í lokin, að þau hafa verið með mjög góðan og áhugasaman afleysingar og vinnumann, sem er Jón Þór Jónsson 18 ára frá Húsavík. Jón Þór hefur mikinn áhuga á sauðfjárrækt og nautgriparækt,  en hann hefur verið hjá þeim undanfarin 10 sumur.

Ási og Laufey í fjósinu
Ási og Laufey í fjósinu

 

 

 

 

 

 

á skrifstofunni, er hægt að fylgjast með mjöltum, bæði í tölvunni og einnig gegnum tvo glugga.
á skrifstofunni, er hægt að fylgjast með mjöltum, bæði í tölvunni og einnig gegnum tvo glugga.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í Fremstafelli er rauð 4 ára gömul kýr nr.339, hún mjólkaði mest allra kúa í Þingeyjarsýslu árið 2013 eða 11.223kg. og er hún í 6. sæti yfir afurða hæstu kýr á landinu. Hún er fædd í Fremstafelli í desember 2009, og er undan heimanauti. Að sögn Auðunns fær hún enga sérstaka þjónustu og ekki meira að éta en hinar. Á meðan fréttaritari var að mynda kúna ,,pósaði,, hún fyrir framan myndavélina eins og vanasta fyrirsæta. Auðunn Ingvar Pálsson er bóndi í Fremstafelli og er með tæplega 80 mjólkandi kýr og tvo Lely Astronaut mjólkurþjóna.

flott fyrirsæta
flott fyrirsæta

 

 

 

 

 

 

 

 

Auðunn var ekki eins viljugur að láta mynda sig.
Auðunn var ekki eins viljugur að láta mynda sig.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þó nokkur bú í Þingeyjarsýslu framleiddu yfir 6.000kg. á árskú á sl. ári. Auk Stórutjarna voru það Hrifla, Ingjaldsstaðir, Björg, Fremstafell, Hrafnstaðir,  Helluland, Fornhólar, Brún, Böðvarsnes, Baldursheimur, Skútustaðir, Litlu-Reykir og Múli. Sjá nánar hér

Það kostar mikla vinnu að skila svona góðum árangri, til hamingju allir bændur.