Niðurstöður könnunar um tillögur stjórnlagaráðs

0
195

Á morgun fer fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Skoðanakönnun hefur verið í gangi meðal lesenda 641.is að undanförnu.

50% vilja að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, en 50% svöruðu sprningunni neitandi.

59% svöruðu játandi spurningunni um hvort þeir vilja að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir, sem ekki eru í eiknaeigu, lýstar þjóðareign.

 

 

67% svarenda vilja ekki að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda all staðar að af landinu vegi jafnt og 62% svarenda vilja að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Spurningarnar, í þessari mjög svo óvísindalegri könnun, eru þær sömu og kjósendur sjá á kjörseðlinum á morgun. Alls tóku vel á þriðja hundrað lesendur 641.is þátt í henni, sem varla er marktækt, enda könnunin einungis til gamans.

Hægt er að skoða heildar niðurstöðuna hér