Niðurstaða í skólamálin 2015 ?

0
68

Framboðið Samstaða, sem hefur meirihluta í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar, boðaði til íbúafundar í Ljósvetningabúð sl. mánudagskvöld, en hann sóttu um 70 manns. Í kjölfar fundarins kom framboðið nokkrum punktum um helstu áherslumál framboðsins á framfæri í Hlaupastelpunni í gær. Samstaða leggur ma. til að haustið 2014 fari fram íbúakosning í skólahverfi Þingeyjarskóla um framtíðarskipan skólans.

Samstaða 2014

 

 

 

 

Þar verði kosið um hvort starfrækja skuli grunnskólastigið áfram á tveimur starfsstöðvum eða sameina það á einn stað. Íbúakosning þessi verði bindandi en sveitarstjórn taki að henni lokinni ákvörðun í samræmi við niðurstöður hennar. Starfsemi Þingeyjarskóla verði samkvæmt þeirri niðurstöðu frá haustinu 2015. Þar segir einnig að nái kjörsókn ekki 50% af atkvæðisbærum mönnum á skólasvæði Þingeyjarskóla lítur Samstaða svo á að sveitarstjórn sé óbundin af niðurstöðunni.

Sveitarstjórn skal fyrir þessar kosningar kynna íbúum með ítarlegum hætti hvað hvor kostur um sig hefur í för með sér, fjárhagslega, faglega og félagslega sem og hugmyndir um mótvægisaðgerðir við þeirri röskun sem niðurstaða kosninganna gæti haft í för með sér.

Arnór Benónýsson
Arnór Benónýsson

641.is spurði Arnór Benónýsson sveitarstjórnarmann og einn ef þeim sem standa að lista Samstöðu að því í dag, hvort íbúar gætu kosið um hver staðsetningin yrði á sameinuðum skóla í komandi íbúakosningu. Arnór kvað svo ekki vera. Íbúarnir koma ekki til með að geta tilgreint hvar þeir vilja að sameinaður skóli verði staðsettur.

 

 

Það verður í höndum sveitarstjórnar að skera úr um það verði á annað borð meirihluti fyrir því að sameina starfsemi Þingeyjarskóla á einum stað í væntanlegri íbúakosningu, sagði Arnór.

Samkvæmt framangreindu gæti því niðurstaða í skólamálum í austur-hluta Þingeyjarsveitar, legið fyrir á næsta ári.

Helstu stefnumál Samstöðu 2014