Nettó opnar verslun á Húsavík

0
520

Ný Nettóverslun var opnuð á Húsavík í gær að Garðarsbraut 64 þar sem Samkaup Úrval var áður til húsa. Fjölmenni var við opnunina en Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings klippti á borða og opnaði verslunina formlega. Þetta er 13. Nettóverslunin á landinu og er Laufey Marta Einarsdóttir verslunarstjóri hennar. Frá þessu segir á 640.is

Gunnar Egill Sigurðsson og Kristján Þór Magnússon
Gunnar Egill Sigurðsson og Kristján Þór Magnússon

Fram kom í máli Gunnars Egils Sigurðssonar forstöðumanns verslunarsviðs Samkaupa að Húsavík ætti sér langa sögu í verslun og þjónustu og því væri það mikið gleðiefni að opna þar svo glæsilega verslun sem raun ber vitni.

Við þetta tækifæri veitti Samkaup nokkra styrki til íþrótta- og æskulýðsstarfs í bænum. Þeir sem styrkina hlutu voru Æskulýðsdeild hestamannafélagsins Grana, Fimleikadeild Völsungs, Bocciadeild Völsungs, Miðjan hæfingarmiðstöð og Golfklúbbur Húsavíkur.

Skoða nánar á 640.is