Nemendur Þingeyjarskóla fengu iPad spjaldtölvur

0
195

Nemendur á unglingastigi við Þingeyjarskóla fengu nú nýlega afhentar iPad-Mini spjaldtölvur til að nota í námi. Spjaldtölvurnar nýtast svo að dæmi sé tekið með meiri fjölbreytleika á verkefnaskilum, það er hægt að skrifa glósur með honum, geyma myndbönd, hljóðskrár og ljósmyndir. Með honum er líka hægt að skipleggja heimanámið og margt fleira. Nemendur og kennarar geta haft samskipti sína á milli með spjaldtölvunum og nýtist það vel td. ef að nemandi er veikur heima.

Unglingastig Þingeyjarskóla á Litlulaugum með spjaldtölvurnar. Mynd af facebooksíðu Þingeyjarkóla
Unglingastig Þingeyjarskóla á Litlulaugum með spjaldtölvurnar. Mynd af facebooksíðu Þingeyjarskóla

 

Spjaldtölvurnar eru eign skólans en þegar nemandi lýkur námi við Þingeyjarskóla þá stendur honum til boða að kaupa spjaldtölvuna ef vilji er fyrir hendi á útreiknuðu kostnaðarverði, miðað við aldur tækisins á þeim tíma.

 

 

Nemendur Hafralæk
Unglingastig Þingeyjarskóla á Hafralæk með spjaldtölvurnar. Mynd: af Facebooksíðu Þingeyjarskóla