Naustið á Húsavík – Söfnun vegna aðgengis fatlaðra

0
365

Veitingahúsið Naustið er fjölskyldurekinn sjávarréttastaður á Húsavík í eigu Elínar Kristjánsdóttur og Ingunnar Ástu Egilsdóttur. Staðurinn sem starfað hefur síðustu 5 ár hefur notið vinsælda meðal Íslendinga sem og ferðamanna, og hlotið viðurkenningar fyrir framreiðslu úrvals hráefnis úr héraði, lipra þjónustu og hagstætt verð. Naustið hefur verið staðsett á hafnarsvæðinu í bænum en leigusamningur um húsnæðið rennur út í maí og allt stefndi í að veitingastaðurinn yrði heimilislaus í sumar.

Naustið
Naustið

Þar sem Húsavík er lítill bær er ekki um marga möguleika að ræða fyrir framtíðarhúsnæði veitingastaðar. Svo heppilega vildi þó til að hið fornfræga hús Sel sem staðið hefur autt í áratug kom á sölu. Húsið var hins vegar í mjög slæmu ástandi og einungis tveir kostir í stöðunni að ráðast í endurbyggingu eða rífa húsið og byggja nýtt. Ákvörðun var tekin um að endurbyggja og bjarga húsinu sem byggt var 1931.

 

Augljóslega er mjög kostnaðarsamt að  gera upp gamalt hús sem ekki hefur verið viðhaldið áratugum saman, en með hjálp fjölskyldna, vina og fagmanna í héraði stefnir í að rekstur hefjist um miðjan maí. Eins og flest gömul hús var Sel ekki hannað með þarfir fatlaðra í huga. Að sögn Ingunnar þá hefur Naustið síðustu ár getað boðið alla velkomna og að það sama verði að vera á nýjum stað.

“Erfitt er að horfa til þess að væla þurfi út aðgengisundanþágur líkt og algengt er á veitingastöðum og jafnvel opinberum stofnunum. Ekki er boðlegt að fatlaðir eða hreyfihamlaðir njóti ekki sömu möguleika og aðrir. Til að geta komið aðgengi á fyrir alla, höfum við enga möguleika aðra en að byggja við Sel.”

Í þeirri viðbyggingu á að vera salerni fyrir fatlaða ásamt því að rými er aukið í húsinu fyrir hjólastóla. Kostnaður við þetta var ekki fyrirséður í upphafi og ekki inni í  áætlunum eða efnahag lítils veitingastaðar..

“Það er okkar trú og vissa að til þess að  lítil fyrirtæki eins og okkar í litlu samfélagi dafni vel, verðum við að hjálpast að. Við biðlum því til allra sem það geta að hjálpa okkur við að klára aðstöðuna í Seli með framlögum, smáum sem stórum”, segir Ingunn.

Söfnun fyrir verkefnið má finna inni á Karolina fundhttps://www.karolinafund.com/project/view/1299