Naumt tap í Gettu betur

0
188

Gettu betur lið Framhaldsskólans á Laugum tapaði naumlega í 16 liða úrslitum í gærkvöldi fyrir liði Fsu. Lokastaða var 17 – 15 og því var liðið ótrúlega nálægt því að vinna sér inn þátttökurétt í 8 liða úrslitum og þar með rétt til að keppa í sjónvarpshluta keppninnar. Frá þessu segir á vef FL í morgun.

þar segir einnig að engu að síður sé þetta frábær frammistaða hjá okkar krökkum og óskum við þeim til hamingju með árangurinn í keppninni í ár. Jafnframt óskum við FSu góðs gengis í keppninni og þökkum fyrir drengilega keppni.

Laugar.is