Námsbraut í ferðamálafræðum við Framhaldsskólann á Laugum.

0
100
Framhaldsskólinn á Laugum býður upp á nám í ferðalandafræði  FER 202 á haustönn 2012.  
Þetta er annar áfanginn sem kenndur er á námsbraut í ferðamálafræðum við Framhaldsskólann á Laugum.  Kennsla hefst  4. september og lýkur 12. desember 2012.
Inntökuskilyrði eru að hafa lokið grunnskólaprófi. Innritað er í áfangann til 3. september 2012 hjá ritara Framhaldsskólans á Laugum. Kennari  verður Þórir Aðalsteinsson, framhaldsskólakennari.

Áfangalýsing:  Nemendur skulu þekkja  helstu ferðamannastaði í byggð og óbyggð. Þeir eru upplýstir um helstu ferðamöguleika, eftir hverju er að sækjast fyrir ferðamenn á Íslandi, helstu einkenni þjóðlífs og náttúru landsins og séu færir um að miðla þeirri þekkingu . Nemendur hafi tileinkað sér helstu atriði náttúruverndar og kunni skil á  hvernig nýting lands og ýmis afþreying í ferðaþjónustu getur farið saman.
  
Námsefni:  Efni tekið saman af kennara – vettvangsferðir – gestafyrirlesarar.  Námsefnið verður á Netinu og námsmatið byggir á nokkrum raunhæfum verkefnum, sem auðvelt er að tengja t.d. eigin starfi.
Kennsluaðferðir:  Áhersla er á þátttöku og virkni nemenda og hvatt til sjálfstæðra vinnubragða.  Hagnýt, raunhæf verkefni eru stór hluti námsins.

Nánari upplýsingar veita skólameistari og áfangastjóri í síma 4646300.